Eurovision-keppnin sem Danir héldu í maí á þessu ári kostaði 334 milljónir danskra króna, eða tæpa sjö milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýjum útreikningum frá ríkisendurskoðun Danmerkur, en löngu var orðið ljóst að keppnin fór langt fram úr áætlunum.

Keppnin í Danmörku er þar með orðin sú næstdýrasta í sögunni, á eftir keppninni sem haldin var í Aserbaídsjan árið 2011.

Fyrirtækið Projektselskabet, sem var búið til utan um keppnina í Danmörku, fór 100 milljónum danskra króna fram úr áætlun, en áætlunin hljóðaði upp á 34,6 milljónir danskra króna.

Danska ríkisútvarpið birti loks tölur um sinn kostnað við keppnina á þriðjudag, en stofnunin eyddi 197 milljónum danskra króna í keppnina, sem er sjö milljónum meira en heimild var til.