*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Fólk 14. júní 2018 11:49

Eva meðeigandi Lækjargötu lögmanna

Eva Halldórsdóttir bætist í hóp eigenda Lögmanna Lækjargötu en hún lærði í Standford háskóla.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eva Halldórsdóttir lögmaður hefur bæst í hóp eigenda Lögmanna Lækjargötu ehf. Eva er með LL.M próf með áherslu á félagarétt og stjórnarhætti frá lagadeild Stanford háskóla í Bandaríkjunum.

Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2004, hlaut málflutningsréttindi árið 2005 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2007. Eva hefur starfað hjá Lögmönnum Lækjargötu frá árinu 2014 sem lögmaður og sem verkefnastjóri stofunnar.

Samhliða lögmannsstörfum hefur Eva setið í stjórnum félaga, á sæti í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema, situr í stjórn knattspyrnudeildar Vals og er ritstjóri Lögmannablaðsins.

Fyrir í hópi eigenda Lögmanna Lækjargötu eru lögmennirnir Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Birgir Tjörvi Pétursson, Guðmundur H. Pétursson, Reimar Pétursson og Sigurður Kári Kristjánsson.