Ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti hefur ráðið tvo nýja ráðgjafa, þær Evu Ingólfsdóttur og Hafdísi Rós Jóhannesdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Góðum samskiptum.

Eva Ingólfsdóttir er leitarsérfræðingur og ráðgjafi í ráðningardeild Góðra samskipta. Eva er með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og mun í haust útskrifast með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Hafdís Rós Jóhannesdóttir er ráðgjafi í almannatengslum. Hafdís hefur starfað í hlutastarfi hjá Góðum samskiptum meðfram námi frá árinu 2017 en var nýlega ráðin í fullt starf. Hafdís er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla frá Háskólanum á Bifröst.

Góð samskipti voru stofnuð árið og  starfar á fjórum meginsviðum: Almannatengslum, ráðningum, stefnumarkandi ráðgjöf og þjálfun stjórnenda.