*

fimmtudagur, 29. júlí 2021
Fólk 14. júní 2021 12:01

Eva og Hafdís til Góðra samskipta

Ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti hefur ráðið þær Evu Ingólfsdóttur og Hafdísi Rós Jóhannesdóttur sem ráðgjafa.

Ritstjórn
Eva Ingólfsdótir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir.
Aðsend mynd

Ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti hefur ráðið tvo nýja ráðgjafa, þær Evu Ingólfsdóttur og Hafdísi Rós Jóhannesdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Góðum samskiptum. 

Eva Ingólfsdóttir er leitarsérfræðingur og ráðgjafi í ráðningardeild Góðra samskipta. Eva er með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og mun í haust útskrifast með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Hafdís Rós Jóhannesdóttir er ráðgjafi í almannatengslum. Hafdís hefur starfað í hlutastarfi hjá Góðum samskiptum meðfram námi frá árinu 2017 en var nýlega ráðin í fullt starf. Hafdís er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla frá Háskólanum á Bifröst. 

Góð samskipti voru stofnuð árið og  starfar á fjórum meginsviðum: Almannatengslum, ráðningum, stefnumarkandi ráðgjöf og þjálfun stjórnenda.