Í endurteknu prófkjöri Pírata fyrir norðvesturkjördæmi, er niðurstaðan sú að Eva Pandora Baldursdóttir, sem lenti í fjórða sæti í upphaflega prófkjörinu, er nú oddviti flokksins í prófkjörinu.

Eva er fædd á Sauðárkróki árið 1990, og hefur búið í Skagafirði mest alla ævi sína. Hún hefur lokið B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði í Háskóla Íslands og er nú í MPA námi í Opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Ásakanir um smölun

Í kjölfar upphaflegs prófkjörs Pírata fyrir norðvesturkjördæmi kom upp harkaleg umræða um að í prófkjörinu, þar sem heildaratkvæðin voru 95, hefði sigurvegari kosninganna, Þórður Guðsteinn Pétursson, staðið fyrir smölun.

Þó hann hefði ásökunum um smölun sagðist hann hafa fengið um 20 til 30 af nánum vinum og ættingjum sínum í kjördæminu til að kjósa sig. Í prófkjörum flokksins er hægt að kjósa einungis einn mann, eða fleiri, eftir vilja hvers og eins kjósenda, og sést í tölfræðigögnum flokksins að 18 af kjósendum í prófkjörinu kusu einungis hann. Píratar segja atkvæðin ekki persónugreinanleg.

Oddvitinn dró framboð sitt til baka

Í kjölfar þess að listi flokksins í kjördæminu var felldur í staðfestingarkosningu pírata á öllu landinu, var haldið annað prófkjör sem allir píratar á landsvísu gátu kosið í, en að Þórður dró framboð sitt til baka fyrir það. Í staðfestingarkosningunni greiddu 272 atkvæði, samþykktu 119 manns listann eins og hann stóð en 153 höfnuðu honum.

Auk þess að Eva fari úr fjórða sætinu, færðist Gunnar Jökull niður um sæti, úr öðru í það þriðja, en Gunnar I. Guðmundsson færðist úr fimmta sæti í annað sætið. Í kosningunni í þetta sinn kusu 277 manns, og var niðurstaðan sem hér segir:

  1. Eva Pandora Baldursdóttir
  2. Gunnar I. Guðmundsson
  3. Gunnar Jökull
  4. Eiríkur Þór Theodórsson
  5. Vígdís Pálsdóttir
  6. Þorgeir Pálsson
  7. Hildur Jónsdóttir
  8. Fjölnir Már Baldursson
  9. Gunnar Örn Rögnvaldsson
  10. Ómar Ísak Hjartarson
  11. Egill Hansson