Eva Bjarnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarkona Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Eva var blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur áður gegnt ýmsum störfum á sviði jafnréttis- og mannréttindamála. Hún er menntuð í stjórnmála- og kynjafræði og er með meistaragráðu í stjórnmálakenningum frá Edinborgarháskóla. Eva hefur áður starfað fyrir Samfylkinguna, þá sem framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2008.

Samhliða störfum sínum sem aðstoðarkona mun hún jafnframt vinna fyrir þingflokk jafnaðarmanna í Norðurlandaráði að mannréttinda- og neytendamálum.

Ásgeir Runólfsson, núverandi aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar, heldur áfram en bætir við sig verkefnum fyrir Samfylkinguna.