*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Fólk 11. júlí 2021 16:03

Eva Sóley frá Icelandair til atNorth

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir fyrrverandi fjármálstjóri Icelandair hefur tekið við sem aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri atNorth.

Ingvar Haraldsson
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur tekið við sem aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri atNorth, áður Advania Data Centers, samhliða fjárfestingu hennar í félaginu.

Eva Sóley, sem er verkfræðingur að mennt og fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, lét nýlega af störfum sem fjármálastjóri Icelandair Group. Áður en hún hóf störf hjá Icelandair árið 2019 starfaði hún m.a. sem fjármálastjóri Advania, en atNorth var aðskilið frá samstæðu Advania árið 2017.