Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fráfarandi fjármálastjóri Icelandair, hefur keypt hlutabréf fyrir 10 milljónir króna í Icelandair í gegnum eignarhaldsfélagið Mánaþing ehf. sem er í eigu hennar og eiginmanns hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Eftir viðskiptin á félag Evu Sóleyjar 23,3 milljón hluti í Icelandair. Verðmæti þessara hluta miðað við kaupgengi viðskiptanna nema um 38,4 milljónum króna. Þá á Mánaþing einnig kauprétt að 4 milljónum hlutum til viðbótar.

Á föstudaginn var greint frá því að Eva Sóley hefði óskað eftir að láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðu fjármálastjóri Icelandair Group í rúm tvö ár. Þá situr Eva Sóley einnig í stjórn eftirlaunasjóðs atvinnuflugmanna og á sjóðurinn um 294 milljón hluti að verðmæti 485 milljónum króna miðað við kaupgengi viðskiptanna.