Söfnun spilara EVE Online fyrir nauðstadda í Nepal er nú lokið. En þeir söfnuðu 103.650 bandaríkjadollurum, eða um 13,8 milljónum íslenskra króna, í neyðaraðstöð fyrir fórnarlömb jarðaskjálftans í Nepal frá því söfnun meðal þeirra hófst fyrir um mánuði síðan. Starsfólk CCP mun afhenda upphæðina fulltrúum Rauða kross Íslands í dag. Söfnunarféð rennur óskipt til Rauði krossins á Íslandi, sem enn stendur fyrir víðtækri söfnun fyrir hjálparstarfi í Nepal.

Fram kemur í tilkynningu að söfnin fór þannig fram að spilarar EVE Online létu fé af hendi rakna til hjálparstafsins í Nepal með gjaldmiðlinum PLEX (Pilot Licence Extension), sem er annar af tveim gjaldmiðlum EVE heimsins sem spilarar leiksins nota (hinn ber nafnið ISK). Raunvirði hvers PLEX er um 15 bandaríkjadollarar og sér CCP um að koma því fé sem spilarar leiksins safna yfir í bandaríkjadollara og síðan til Rauði krossins á Íslandi, sem stendur fyrir neyðaraðstoð í Nepal og styður alþjóðlegt hjálparstarf á svæðinu.

Þetta er í sjötta sinn sem CCP í samstarfi við spilara EVE Online ýtir úr vör söfnunarátaki til mannúðarmála undir slagorðinu PLEX for Good . Áður hafa spilarar leiksins stutt við fórnarlömb flóða í Pakistan, jarðskjálftana á Haítí, fellibylsins Katrina í Bandaríkjunum, jarðskjálfta og flóða í Japan og fellibylsins sem skók Filipseyjar fyrir tveimur árum um alls 45 milljónir króna (yfir 340.000 bandaríkjadala). Met var slegið í síðustu söfnun fyrir íbúa Filipseyjar þegar rúmlega 22 milljónir króna söfnuðust. Að meðtöldu framlaginu til Nepal hafa spilara leiksins því safnað og gefið hátt í 60 milljónir til mannúðarstafa.