Evil Genius Productions er nýtt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir tónlistarmyndbönd, vinnur með tónlistarmönnum, kynnir þá, kemur þeim í fjölmiðla og sinnir að auki ýmissi annarri tilfallandi þjónustu við listamanninn.

Arnór Gíslason er stofnandi félagsins og framkvæmdastjóri þess. Í varastjórn situr Lára Óskarsdóttir. Arnór hefur starfað við tónleikahald síðustu fimm árin. Þegar hann fór sjálfur að flytja inn tónlistarmenn ákvað hann að stofna fyrirtæki í kringum það.

Arnór hefur verið verktaki hjá Senu Events síðast liðin ár. Hann vinnur nú hjá fyrirtækinu við framleiðslu á tónleikum Justin Timberlake sem munu fara fram næstkomandi sunnudag. Arnór er eini starfsmaður Evil Genius Porductions eins og er. Framhaldið mun svo skýrast á næstu mánuðum og segir Arnór að mjög spennandi tímar séu fram undan.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .