Evrópskar hlutabréfavísitölur hafa hækkað talsvert það sem af er morgni. Dax í Frankfurt hefur hækkað mest, um 1,38% og aðrar helstu vísitölur er skammt undan í hækkunum.

Hækkanir eru áfram drifnar af væntingum um að Seðlabanki Bandaríkjanna undir stjórn Ben Bernanke grípi inn í markaðinn með innspýtingu með því að dæla peningum inn í bandarískt hagkerfi, líkt og bankinn hefur gert tvívegis frá því fjármálakreppan hófst haustið 2008. Hækkun á Wall Street í gær er rakin til sömu væntinga.

Miðlari, hlutabréf, verðbréf
Miðlari, hlutabréf, verðbréf
© AFP (AFP)