Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, segir að til þess að auka áhrifamátt peningamálastefnunnar sé skynsamlegt að taka annað hvort upp evru eða minnka vægi verðtrygginga.

Þetta kom fram í ræðu Hreiðars Más á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja fyrr í dag.

Á ráðstefnunni var einnig kynnt athugun sem Hagfræðisetur Viðskiptaháskólans á Bifröst gerði á vægi fjármálaþjónustu í efnahagslífinu. Niðurstaðan er að í fyrra hafi það gerst í fyrsta sinn að fjármálaþjónusta lagði meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur.