Evran hefur nú tekið við af dollara sem sú mótmynt sem viðskiptavakar setja fram kaup- og sölutilboð, segir greiningardeild Glitnis.  Þetta breytta fyrirkomulag var tekið upp á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag.

"Um er að ræða aðlögun að breyttum aðstæðum þar sem evran vegur þyngra á íslenskum fjármálamarkaði en dollarinn.

Gjaldeyrismarkaðurinn býr því til verð á evru gagnvart íslenskri krónu og viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram kaup- og sölutilboð í sex milljónir evra. Verðbilið nemur 0,1 prósentustigum og tilboðin eru birt í upplýsingakerfi Reuters,? segir greiningardeild.