Í MP Molum, sem gefnar eru út af MP Fjárfestingabanka, 2. maí síðastliðin var varpað fram spurningunni hvort 3ja ára styrkingarferli evrunnar væri lokið gagnvart dollar. Í upphafi maí mánaðar stóð gengið í um það bil 1,29 en er í 1,2030 þegar þessi orð eru rituð. Núna um sex vikum síðar hefur gengi evrunnar því fallið um tæp 7% til viðbótar eða um samtals 12% frá áramótum en þá náði gengi evrunnar einmitt sínu hæsta gengi í rétt tæplega 1,37 ef litið er til undanfarinna ára.

?Tæknigreining" er stundum notuð af aðilum sem eiga viðskipti með gjaldeyri en þessi aðferðafræði snýr að hegðunarmynstri á verðlagningu hinna ýmissa vara á fjármálamörkuðum. Tæknigreining virðist þó eiga oftar upp á pallborðið á gjaldeyrismörkuðum en til dæmis á hlutabréfa- eða skuldabréfamörkuðum. Hægt er að færa ýmis rök fyrir því af hverju tæknigreining virðist betur eiga við gjaldeyrismarkaði frekar en aðrar afurðir á fjármálamarkaði en ekki verður farið dýpra í þau fræði að þessu sinni.

Í genginu 1,20 á evrunni gagnvart dollar virðist vera ?tæknilegur stuðningur" sem þýðir að ef gengið fer niður fyrir 1,20 er viðbúið að gengið myndi taka stefnuna hratt í áttina að næsta stuðningspunkti sem virðist vera í kringum 1,18. Því verður fróðlegt að fylgjast með hvort veiking evrunnar verði enn meiri á næstu dögum eða hvort þessi stuðningspunktur í genginu 1,20 haldi og evran nái að leiðréttast í áttina að genginu 1,25 aftur.

Byggt á MP Molum.