Í kjölfar væntinga um vaxtahækkun á evrusvæðinu náði evran sínum hæstu hæðum gagnvart dollara í viðskiptum dagsins. Þegar evran styrktist hvað mest kostaði ein slík 1,602 dollara.

Evran náði sínu hæsta gildi í viðskiptum dagsins þegar forsvarsmenn Evrópska Seðlabankans gáfu til kynna að vaxahækkun kynni að vera handan við hornið. Þetta er þvert á flesta aðra stærri seðlabanka í heiminum sem vinna nú hörðum höndum að því að auka framboð lánsfjár með vaxtalækkunum og víkkunum skilgreininga á veðhæfni eigna.

Á meðan sterk evra er jákvæð fyrir fjárfesta og sparifjáreigendur, þrengur slíkt ástand að útflytjendum á evrusvæðinu.