Gengi krónunnar hefur hækkað nær samfleytt síðan í byrjun ágúst. Nemur hækkunin ríflega 2,4% eins og bent er Morgunkorni Íslandsbanka. Dollarinn stendur í 63,5, pundið í 113,4 og evran í ríflega 77,3 krónum. Evran hefur ekki verið jafn ódýr mælt í krónum frá því í lok árs 2000 en hún hefur verið að gefa eftir gagnvart dollaranum að undanförnu.

Lágt gengi evrunnar gagnvart krónunni kemur sér á margan hátt vel fyrir þjóð sem skuldar mikið erlendis og mest af því í evrum. Við bætist að vextir á evrusvæðinu eru lágir og hafa verið það um hríð. Ekki eru líkur á að miklar breytingar verði á þeirri stöðu á næstunni. Talsvert er flutt inn frá evrusvæðinu og vegur myntin tæplega 40% í innflutningi vöru og þjónustu. Á móti er hún líka stór í útflutningi og þar hefur staða krónunnar komið niður á samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.