Raungengi evru gagnvart krónu hefur ekki verið lægra síðan vorið 2008. Þetta kemur fram í útreikningum Yngva Harðarsonar hagfræðings sem gerðir voru að beiðni Morgunblaðsins .

Í þeim kemur fram að raungengi evru og þeirra mynta sem hún var upphaflega sett saman úr hefur verið að meðaltali 134 krónur síðan 1972. Þarf raungengi evrunnar því að veikjast um 8% til að meðaltalinu sé náð.

Gengi evrunnar styrktist mikið gagnvart krónu eftir hrunið og kaupmáttur Íslendinga hrundi. Yngvi segir meiri líkur en minni á að raungengið haldi áfram að lækka.