Evran er áfram veik gagnvart stærstu gjaldmiðlum eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfirsmat níu Evrópuríkja, þar á meðal Frakklands og Austurríki, á föstudag. Í morgun hefur gildi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal ekki farið yfir lokagildið á föstudaginn. Þá hefur evran ekki verið verðminni gagnvart japanska jeninu frá því í júní árið 2000 samkvæmt Financial Times.

Moody's ósammála S&P: Frakkar halda hæstu einkunn

Í morgun var tilkynnt að matsfyrirtækið Moody's myndi ekki fylgja S&P og lækka lánshæfi Frakklands. Halda Frakkar því hæstu einkunn, þreföldu A-i. Sá fyrirvari var gerður að Moody's myndi endurskoða ákvörðun sína síðar á fyrsta ársfjórðungi.