Gengi evrunnar er 139,39 í dag  (kaupgengi) en var 147,81 krónur á sama degi fyrir ári síðan.

Íslenska krónan hefur því styrkst um 6% gagnvart evrunni á þessum tíma. Þetta er þrátt fyrir gríðarlega mikil kaup Seðlabanka Íslands á erlendum gjaldeyri á síðustu 12 mánuðum

Frá áramótum hefur bankinn keypt gjaldeyri fyrir 125 milljarða króna og því ljóst að krónan hefði styrkst mun meira gagnvart evru ef bankinn hefði ekki verið svo stórtækur á gjaldeyrismarkaði.

Flestir sérfræðingar á fjármálamarkaði spá styrkingu krónunnar á næstu misserum.