„Evran er einfaldlega bara góður blóraböggull (e. scapegoat),“ segir De Silguy ákveðinn. „Stjórnmálamenn, til dæmis í Frakklandi og öðrum löndum, kenna evrunni og Evrópu um vandann. En þegar maður skoðar heildarmyndina þá er hún ekki svo slæm. Hlutverk evrunnar var aldrei að skapa vöxt eða tryggja velmegun næstu hundrað árin. Evran var sköpuð til að vernda, viðhalda og bæta hinn sameiginlega markað. Punktur,“ segir De Silguy og leggur þunga áherslu á síðasta orðið. „Og hún hefur staðið sig vel í því.“

De Silguy segir vanda ESB í dag stafa af óábyrgum ákvörðunum stjórnenda nokkurra landa sem ekki fylgdu settum reglum. Hann heldur þó að ekki hefði verið hægt að ganga lengra í reglusetningu þegar evran var tekin í notkun. Þá hefðu aðgerðir og reglur eins og þær sem nú eru innleiddar aldrei verið samþykktar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.