Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru um áramótin. Landið verður því nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Þessu greinir Vísir frá.

Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa öll veitt samþykki sitt. Ákveðið var í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýr gjaldmiðill verður tekinn upp 1. janúar 2015.

Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru, en Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Litháar sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust ekki á þeim tímapunkti kröfur sambandsins um stöðugt verðlag.

Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn.