Bert Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities, segir íslensku krónuna vera eitt af megin fórnarlömbum hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og spáir því að gengi evrunnar gagnvart krónunni verði komið í 140 fyrir loka þessa árs.

Gengi evrunnar gagnvart krónunni er nú rétt ríflega 130 en sem kunnugt er þá hefur gengishrun orðið á íslenska gjaldmiðlunum það sem af er árinu. Sem dæmi um það má nefna að gengi evrunnar var í kringum 90 krónur við upphaf ársins.

Sigenthaler telur afar ólíklegt að gengi krónunnar muni styrkjast í fyrirsjáanlegri framtíð.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir honum að margir þættir, bæði til skamms- og meðallangs tíma, geta grafið enn frekar undan stöðu krónunnar.

Í þessu samhengi nefnir hann að skuldatryggingaálag bankanna sé enn á ný komið nálægt 1000 punktum, að seðlabanki landsins hafi verið svifaseinn í að styrkja gjaldeyrissjóðinn og þar með fjármálakerfið og krónuna og auk þessa nefnir hann að stórir gjalddagar á krónubréfum falla í október.