Gengi evrunnar var óbreytt gagnvart dollar við lokun markaða í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða átekta og fylgjast með þróuninni í Evrópu. Ýmsir búast við að Spánn óski eftir aukinni fjárhagsaðstoð. Slíkt myndi ýta undir ódýrari lán frá evrópska seðlabankanum.

Yfirstandandi óvissa um næstu skref ríkisstjórnar Spánar og hvort Grikkir muni samþykkja nýja áætlun um aðhaldsaðgerðir hefur fælt marga frá evrunni á síðustu vikum ef marka má frétt Reuters um málið. Væntingar um að evran kunni að sækist Spánverja eftir aðstoð hafa hins vegar vegið á móti lækkun.

Gengi evrunnar hefur því á síðustu vikum staðið á milli 1.28 dollars og 1.31 dollars og fylgjast margir spenntir með þróun mála.