Upptaka evru nú kann að gera endurreisn íslensks efnahagslífs erfiðari en ella, segir Bjarni Benediktsson. Hann vill að í stað þess eigin landið að ná tökum á efnahagsmálum og endurmeta svo stöðuna. Komi til upptöku á annarri mynt en krónu þá mun það ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi eftir 8 til 10 ár. Mikil áhersla verður lögð á að eyða pólitískri óvissu, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda, segir hann í samtali við Bloomberg-fréttaveituna.

Bjarni bendir m.a. á að ýmis vandkvæði geti komið komið upp með upptöku annars gjaldmiðils, s.s. atvinnuleysi aukist. Af þeim sökum verði Íslendingar að sætta sig við að krónan er hagfelldasti gjaldmiðillinn nú um stundir.