Evran lækkaði í verði á mörkuðum í Asíu í nótt og hefur nú lækkað um 1% miðað við japanska jenið. Miðað við bandaríkjadolla hefur Evran lækkað um 0,5% og er gengið nú 1,2506 dollarar.

Enn eru það áhyggjur fjárfesta af skuldavanda Evrópu sem hafa neikvæð áhrif á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram hjá fréttaveitunni Reuters í dag. Fjárfestar virðast því ekki hafa trú á að leiðtogafundur Evrópusambandsins í júnílok muni færi sambandið nær lausn á efnahagsvandanum.

Þá er líklegt að lækkun Moody´s á lánshæfismati fimmtán alþjóðlegra banka í síðustu viku hafi áhrif til lækkunar.