Evran hefur haldið áfram að lækka í verði gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. Ástæðan er orðrómur um aðEvrópski seðlabankinn sé að undirbúa lækkun stýrivaxta.

Stýrivextir seðlabankanshafa verið óbreyttir 2% síðustu tvö ár. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnendur bankans að lækka vextitil að örva efnahagslíf hestu iðnríkja Evrópusambandsins.

Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í morgun um 0,5%-stig og eru vextir bankans nú 1,5%. Lækkunin endursepglar veikleika í efnahagslífinu en nú reiknar seðlabankinn með að hagvöxtur í Svíþjóð verði 1,9% í stað 3,2% eins og áður var vonast til.