Evran hefur nú náð fimm mánaða lágmarki gegn Bandaríkjadal en að sögn greiningaraðila í Evrópu eru áhyggjur af gangi máli í Grikklandi það sem veldur lækkun á gengi evrunnar.

Gengi evrunnar er nú 1,42 gagnvart dollar og hefur ekki verið lægri frá því um miðjan ágúst.

Þrátt fyrir að grísk yfirvöld hafi gert nokkrar umbætur á fjárlögum landsins gera margir greiningaraðilar ráð fyrir að fjárhagsvandræði landsins haldi áfram að aukast.

Evran hafði hækkað gagnvart dollar jafnt og þétt á síðasta ári en að sögn BBC kemur lækkunin nú sér vel fyrir evrópska útflytjendur sem hafa haft áhyggjur af hækkandi gengi evrunnar.