Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu sagði í morgun í viðtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt að stýrivextir á evrusvæðinu muni haldast lengur lágir en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Draghi sagði í viðtalinu að hættan á því að bankanum tækist ekki að halda verðlagi innan markmiða bankans hefði aukist síðustu sex mánuði. Verðbólga var mjög lág á evrusvæðinu á nýliðnu ári sem er merki um litla eftirspurn í hagkerfum evrulandanna.

Ummæli Draghi sendi álag á ítölsk og spænsk ríkisskuldabréf í methæðir.

Evran hefur veikst í dag gagnvart Bandaríkjadal. Dalurinn hefur styrkst því líkur eru taldar á því að stýrivextir í Bandaríkjunum fari hækkandi um mitt árið, vegna betri horfa í efnahag landsins.

Evran lækkaði um 12% gagnvart dalnum árið 2014, sem er mesta veiking frá árinu 2005.