Evran verður tekin í notkun í Litháen frá ársbyrjun 2015 þar sem öllum skilmálum til notkunar hennar hefur verið uppfyllt þar í landi. Eystrasaltslandið verður því 19. aðildaríki Evrópusambandsins til að taka upp evruna.

Til að mega taka upp evruna verða skuldir ríkisins að nema minna en 60% af landsframleðislu, frávik frá fjárhagsáætlun ríkisins verður að vera lægri en 3% af landsframleiðslu, það verður að ríkja lág verðbólga og lágir vextir, auk þess sem gjaldmiðill landsins verður að vera stöðugur gagnvart evrunni.

Af 28 aðildaríkjum Evrópusambandsins eru Danmörk og Bretland einu löndin sem verða ekki að taka upp evruna vegna sérstakra laga í aðildasamningum sínum. Öll hin löndin verða einhvern tímann að taka upp evruna þegar skilmálar þess hafa verið uppfylltir. ESB metur annað hvert ár hvar landið stendur í þeirri þróun og telur nú að Litháen hafi uppfyllt alla skilmálanna. ESB hefur því lagt til að Litháen taki upp evruna 1. janúar 2015. Lokaákvörðunin um upptöku evru í Litháen verður tekin af fjármálaráðherrum ESB í lok júlí á fundi þar sem einnig verður ákveðið skiptiverð milli litas og evrunnar.

Þegar Litháen mun taka upp evruna verða 336 milljónir sem nota gjaldmiðilinn og sameiginleg landsframleiðsla evrusvæðisins verður sem nemur 9,5 trilljörðum dollara.