Íslenska króna hefur veikst það sem af er degi og samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Ísland er miðgengi evrunnar 100,8 krónur og er þetta í fyrsta sinn sem gengi evrunnar fer yfir 100 íslenskar krónur frá því að evran var tekin upp í byrjun ársins 1999.

Kaupgengi evrunnar er nú skráð 100,5 krónur og sölugengið 101,05. Fyrir skemmstu spáðu sérfræðngar Glitnis að króna myndi veikjast á árinu og að gengi evru myndi standa í 1001 krónu um næstu áramót.