FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 6.239,90. British Airways hækkaði um 2,8% eftir að verkfalli var afstýrt í flugfélaginu. Prudential lækkaði um 0,6%, eftir að hafa hækkað mest um 3,6% yfir daginn, en fyrirtækið samþykkti að selja Egg Banking til Citigroup fyrir 575 milljónir punda.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 5619,70.

Dax Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,5% og lauk í 6726,01. Deutsche Telecom lækkaði um 4% í kjölfar þess að hafa gefið út afkomuviðvörun. MAN hækkaði um 2,6% í kjölfar orðróms um að Volvo hyggist leggja fram tilboð í fyrirtækið, upp á 90 evrur á hlut.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,3% og lauk í 1247,28. Fortum hækkaði um 3,8%, en uppgjör fyrirtækisins er væntanlegt í vikunni.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 0,7% og lauk í 387,63, en olíuverð hækkaði í dag. Norsk Hydro hækkaði um 0,9%.