Markaðir í Evrópu byrjuðu viðskipti dagsins á hækkunum eftir nokkuð mikla hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Þróun á hlutabréfamörkuðum í Asíu í dag var hins vegar ekki á einn veg. Hlutabréf í Japan og Shanghæ í Kína lækkuðu en hlutabréf í Hong Kong hækkuðu.

Olíuverð fór niður fyrir 94 dali tunnan, sem kom illa við hlutabréf félaga á því sviði, að því er segir í Financial Times. Ótti við að þrengingar á fjármagnsmarkaði muni fara illa með hagvöxt í heiminum settu þrýsting á dalinn og þar með útflytjendur í Asíu.