Rauðar tölur eru áberandi á mörkuðum Evrópu í byrjun dags. Bréf fjármálafyrirtækja lækka vegna þess að búist er við frekari afskriftum í bankageiranum og flugfélög hafa einnig lækkað eftir að Ryanair gaf út afkomuviðvörun.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 0,5% það sem af er degi.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur staðið í stað, AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 0,1% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 0,8%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,7% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 0,2%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lítið breyst sem og OMXS vísitalan í Stokkhólmi, en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,4%.