Hækkun hefur orðið á Evrópumarkaði í byrjun dags. Bréf fjármálafyrirtækja hafa hækkað í kjölfar uppgjörs Societe Generale bankans, sem skilaði betri afkomu en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Hækkun í fjármálageiranum hefur það sem af er degi vegið þyngra en lækkun í orku- og námufyrirtækjum.

FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 0,6% það sem af er degi.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 1,1%, AEX vísitalan í Amsterdam hefur einnig hækkað um 1,1% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 1,7%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 1,4% og í Sviss hefur SMI vísitalan hækkað um 1,1%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,4%, OMXS vísitalan í Stokkhólmi hefur hækkað um 1,6%, en í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 2,5%.