FTSE 100 vísitalan hækkaði lítillega, um 2,1 stig og lauk í 6242. British Airways hækkaði um 1,7%, einum degi eftir að verkfalli var afstýrt í flugfélaginu.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,9% og lauk í 6788,23. E.On hækkaði um 3,7% í kjölfar væntinga um að yfirtaka Endesa muni takast. Lufthansa hækkaði um 1,8%.

Franska vísitalan CAC-40 hækkaði um 0,5% og lauk í 5645,59 og hefur vísitalan ekki verið hærri í sex og hálft ár, segir í frétt Dow Jones. LVMH hækkaði um 3% í kjölfar jákvæðrar skýrslu greiningaraðila. Suez hækkaði um 1,1% í kjölfar athugasemda fjármálaráðherra Frakklands um samrunaáætlun við Gaz de France.

OMXN40 vísitalan hækkaði um 1,1% og lauk í 1261,15.

OBX lækkaði um 0,5% og lauk í 385,54.