Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 0,1% og lauk í 1167,91. Sampo hækkaði um 7,9% í kjölfar sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Danske Bank lækkaði hinsvegar um 4%, en talið er að bankinn hafi greitt of hátt verð fyrir Sampo Bank, segir í frétt Dow Jones.

OBX vísitalan hækkaði um 0,8% og lauk í 349,62. Aker Kvaerner hækkaði um 1,7% eftir að hafa tryggt sér 400 milljóna evru skipasmíðisamning.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 6.231,5.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 358,92.

Bankar lækkuðu í kjölfar ákvörðunar enska seðlabankans um að hækka stýrivexti í 5%. Lyfjafyrirtæki á borð við GlaxoSmithKline og AstraZeneca héldu áfram að lækka í kjölfar sigurs Demókrata í þingkosninga í Bandaríkjunum,

DAX vístitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 6358,68. Adidas lækkaði um 7,2% en fyrirtækið lækkaði afkomuspá sína fyrir 2007. Siemens hækkaði um 3,1% í kjölfar birtingar uppgjörs.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 5.448,60.

Lítið var um viðskipti í kauphöllin í Tel Aviv og var TA-25 vísitalan nánast óbreytt í 912,32. Greiningaraðilar telja það hafa ótvíræð áhrif að nú ríkir óvissa um öryggisástand milli Palestínu og Ísrael.

Kauphöllin í Moskvu hefur verið að styrkjast og hækkaði um 1,8% í dag og lauk í 1693,41. Hráolíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu og hafa flot fyrirtækja í kauphöllinni á undanförnum vikum gengið vel. Öll olíufyrirtæki kauphallarinnar hækkuðu í dag, Surgut um 2,2%, Lukoil um 2%, Tatneft um 3,9% og Transneft um 4,1%.