FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,12% og lauk í 6.186,60.

Stórvöruverslunin William Morrison lækkaði um 1,8% og J Sainsbury um 1,6%. Vodafone lækkaði um 0,4%, en fyrirtækið hækkaði mest um 4% í dag í kjölfar vel heppnaðs uppgjörs. Scottish Power lækkaði um 0,7%, en fyrirtækið hefur hækkað um 13% í nóvember í kjölfar orðróms um yfirtöku. Lággjaldaflugfélagið EasyJet hækkaði um 1,3% í kjölfar hagnaðaraukningar á þriðja ársfjórðungi.

DAX Xetra 30 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 6387,38.

Deutsche Börse lækkaði um 1,8% í kjölfar orðróms um að kauphöllin hyggist draga tilboð sitt í Euronext til baka.

OMSN40 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 1166,22.

OBX vísitalan hækkaði um 0,9% og lauk í 349,49, en það gerist í kjölfar hækkun hráolíuverðs.