FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 6.229,8.

Vodafone hækkaði um 2,6%, BT Group hækkaði um 1,3%. British Airways hækkaði um 4,7%.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 0,64% og lauk í 5.511,53.

Alacatel hækkaði um 2% og STMicroelectrics um 3,2%. Euronext lækkaði um 5,4%, eftir að Deutsche Börse dró tilboð sitt í kauphöllina til baka.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 6430,89.

Volkswagen hækkaði um 5,3% í kjölfar frétta um að Porsche hafi aukið hlut sinn í fyrirtækinu. Deutshce Börse lækkaði um 4,6%.

Norræna vísitalan OMXN40 hækkaði um 1,2% og lauk í 1179,97.

Ericsson hækkaði um 2,4% í kjölfar þess að framkvæmdarstjóri fyrirtækisins tilkynnti að samstarf við Sony yrði aukið og að skrifað hefði verið undir samning um stækkun í Tælandi. Volvo hækkaði um 1,9% í kjölfar frétta um að hagnaður af hlut fyrirtækisins í Nissan Diesel yrði meiri en talið var í fyrstu. H&M hækkaði um 3%, en sölutölur fyrirtækisins í október voru yfir væntingum greiningaraðila. OMX lækkaði um 3% eftir að kom í ljós að hópur fjárfestingarbanka muni veita þeim samkeppni. Scania lækkaði um 1,7%, en efasemdir eru um að af verði af yfirtöku MAN.