Margir markaðir lækka nú þessa dagana vegna áhyggja fjárfesta á versnandi ástandi í Evrópu vegna skuldakreppunnar. Grikkland, Portúgal, Ítalía og Írland standa hvað verst og hafa kröfur skuldabréfa þeirra hækkað töluvert að undanförnu sem leiðir til lægra verðs.

Hlutabréfamarkaður
Hlutabréfamarkaður
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Tveir stærstu bankarnir í Ítalíu hafa lækkað um meira en 5%. BNP bankinn í Frakklandi, sem er þeirra stærsti lánveitandi, féll um 4,6% í morgun. Þá hefur BHP Billiton, stærsta námuvinnsla heims fallið um 2% og sú næst stærsta, Rio Tinto, lækkaði um 2,2%

Vísitalan Stoxx 600 lækkaði um 1,9% í London í morgun og hefur lækkað um 4% á síðustu þremur dögum vegna ótta um útbreiðslu skuldakreppu Grikklands.

MSCI Asia Pacific vísitalan lækkaði um 1,8% í morgun og 500 Standard & Poors lækkaði um 0,8%.