Breska vísitalan FTSE 100 lækkaði um 0,01% í 6.155,20.

Slæmt gengi banka í viðskiptum dagsins, sérstaklega Lloys TSB, höfðu áhrif á vísitöluna og einnig efnahagsupplýsingar sem benda til þess að auknar líkur séu á stýrivaxtahækkun í nóvember. En verg landsframleiðsla jókst um 0,7% á þriðja ársfjórðungi og hagvöxtur mældist 2,8% á ársgrundvelli. Olíufyrirtækið BP hækkaði um 0,3%.

Þýska vísitalan DAX 30 hækkaði u 0,41% í 6.202,82.

Franska vísitalan CAC 40 hækkaði um 0,29% í 5.375,35.

OMXN40 vísitalan hækkaði um 0,7% í dag. Fyrirtækið Elisa hækkaði um 7,1% og Ericsson um 2,2%.