FTSE 100 vísitalan hækkaði um 1,4% og lauk í 6.314,80. Vedanta Rsoursces og Kazakhmys hækkuðu um 5,8% og 4,8%, eftir að Credit Suisse birti jákvæða skýrslu um námuvinnslugeirann.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 1% og lauk í 6748,37. Siemens hækkaði um 1,8%. SAP lækkaði um 6,5%. MAN hækkaði um 3,2%, en fyrirtækið dró yfirtökuboð sitt í Scania í gær.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 1,1% og lauk í 5638,06, sem er hæsta lokagengið á þessu ári. Bouyges hækkaði um 4,5%. Mittal Steel hækkaði um 4,4%.

OMXN40 vísitalan hækkaði um 0,9% og lauk í 1235,93.

OBX vísitalan hækkaði um 1,6% og lauk í 386,87%.