FTSE 100 vísitalan hækkaði um 1,5% og lauk í 6.310,90 og hefur hún ekki verið hærri í sex ár. FTSE 250 vísitalan hækkaði einnig talsvert, eða um 1,3% og lauk í 11.317,4, sem er met. Námufyrirtæki hækkuðu mest í dag; Lonmin um 2,9%, BHP Billiton 2,9% og Anglo American um 2,1%.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 1,3% og lauk í 369,86, en hún hefur ekki verið hærri síðan í desember 2000

DAX vísitalan hækkaði um 1,3% í dag og lauk í 6681,13, en lítil viðskipti voru í kauphöllinni í Frankfurt í dag. Metro hækkaði um 5,7% og ThyssenKrupp um 2,8% í kjölfar yfirtökuorðróms.

CAC-40 vísitalan hækkaði um 1,4% og lauk í 5617,71. Suez hækkaði um 1,7% í kjölfar þess að fjárfestingarfyrirtæki Francois Pinault lýsti því yfir að ekki væri óhugsandi að fyrirtækið gerði yfirtökuboð í Suez. Stærstu fyrirtæki kauphallarinnar hækkuðu flest; Credit Agricole um 2,5%, BNP Paribas um 2,5%, Societe Generale um 2,2%. Bifreiðaframleiðendurnir Peugot og Renault hækkuðu, um 2,2% og 1,5%, þrátt fyrir fækkun á nýskráðum ökutækjum í desember.

OMXN40 hækkaði um 1,4% og lauk í 1225,69. Vestas Wind hækkaði um 1,6% efir að gengið var frá 100 megavatta pöntun til Bandaríkjanna. Danske Bank hækkaði um 1,2% í kjölfar þess að nýr forstjóri BG Bank einingarinnar var skipaður.

OBX hækkaði um 1,4% og lauk í 376,52. Statoil hækkaði um 0,8% í kjölfar tilkynningar þess efnis að fyrirtækið væri nú reiðubúið til að hefja boranir í Deltana í Venesúela.