Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 365,38, en írski lyfjaframleiðandinn Elan lækkaði um 7% og GlaxoSmithKline lækkaði um 2,2%.

Olíuverð breyttist mikið í viðskiptum dagsins og var olíufatiðlægst 55,10 Bandaríkjadalir og hæst 56,36 Bandaríkjadalir, en það varð til þess að BP lækkaði um 0,8%.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,4% og lauk í 6.194,20.

DAX Xetra 30 vísitalan hækkaði um 0,2% og lauk í 6.607,59.

CAC-40 vísitalan hækkaði um brot úr prósentustigi og lauk í 5.518,59.

OMXN40 vísitalan lækkaði um 0,4% og lauk í 1192,33, Nokia lækkaði um 1,1%.

OBX hækkaði um 1,3%, Statoil hækkaði um 1,6% og Norsk Hydro um 1,1%.