Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,1% og lauk í 359,55. En í viðskiptum dagsin fór vísitalan nálægt sex ára hámarki, en óvænt lækkun neysluspár í Bandaríkjunum hafði neikvæð áhrif á markaði þar í landi og í Evrópu í dag.

Breska vísitalan FTSE 100 lækkaði um 0,7% og lauk í 6.160,30. BP lækkaði í dag í kjölfar lækkandi olíuverðs og vegna birtingu gagna sem segja að olíubirgðir í bandaríkjunum hafi aukist í fyrsta sinn á sex vikna tímabili.

Þýska vísitalan DAX 30 hækkaði um 0,2% og lauk í 6.476,13

Franska vísitalan CAC 40 lækkaði um 0,1% og lauk í 5.452,49.

Euronext kauphöllin hækkaði um 5,3%.

Flugfélög hækkuðu mikið á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, Deutsche Lufthansa hækkaði um 1,9%, British Airways hækkaði um 2,1%, Air France-KLM hækkaði um 3,2%

OMXN40 hækkaði um 0,8% og lauk í 1180,92.

OBX lækkaði um 0,3% og lauk í 350,42. Nokia hækkaði um 2,3%, Vestas hækkaði um 22%, en Statoil lækkaði um 0,4% í kjölfar lækkandi olíuverðs.