Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag eftir að hafa lækkað við opnum markaða í morgun.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,7% í dag en hafði lækkað um 0,5% í morgun.

Reuters fréttastofan greinir frá því að tölur um 0,6% hagvöxt í Bandaríkjunum hafi jákvæð áhrif á fjárfesta auk þess sem vonast er til þess að stýrivextir lækki í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréf hafa einnig hækkað í Bandaríkjunum það sem af er degi.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,1, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,9% og í  Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,9% sömuleiðis. Þá hækkaði CAC 40 vísitalan í París um 0,4%.

Í Kaupmannahöfn og í Osló hækkuðu OMXC og OBX vísitölurnar um 1,3%.