Hlutabréfamarkaðir hækkuðu lítillega í Evrópu í dag eftir að hafa lækkað síðustu sjö daga.

Þrátt fyrir gríðarlegar lækkanir einstakra banka í dag hækkuðu flestir aðrir geirar, þá helst námu- og orkufyrirtæki.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu, hækkaði um 1,2% í dag en hefur engu að síður lækkað um 7,1% í vikunni og 3,2% það sem af er ári.

Sem fyrr segir hækkuðu námu- og orkufyrirtæki í dag. Þannig hækkaði Xstrata um 6,6%, Total um 1,8% og Rio Tinto um 7,5%.

Bankar og fjármálafyrirtæki lækkuðu sem fyrr segir en neðst fóru Barclays sem lækkaði um 24,8% og Royal Bank og Scotland um 13%.

Þá lækkuðu írsku bankarnir Allied Irish Bank um 24% og Bank of Ireland um 12% en gert er ráð fyrir því að stjórnvöld á Írlandi, sem í gær þjóðnýttu Anglo Irish Bank, neyðist til að þjóðnýta fleiri banka.

Á öðrum stöðum í Evrópu lækkuðu bankar ekki í hálfkvist við þá bresku og írsku sem útskýrir af hverju markaðir hækkuðu.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,6%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 2% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,7%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,7% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,4%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,1% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 3,8%.