Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað fimm sinnum á síðustu sex dögum samkvæmt því sem segir á fréttavef Bloomberg. Hækkunin í dag var leidd af tryggingar- og námufélögum.

Hækkun CNP, stærsta tryggingarfélag Frakklands, er sú mesta í þrjá mánuði og kom í kjölfar fréttar dagblaðsins Les Echos um að stórir hluthafa hafi í hyggju að selja hluti í félaginu. Nánufyrirtækin BHP Billinton og Rio Tinto leiddu hækkun námufélaga annan daginn í röð.

FTSE 100 í London hækkaði um 0,53% í dag og DAX í Þýskalandi um 0,5%. CAC 40 í Frakklandi hækkaði einnig um 0.5% en IBEX á Spáni lækkaði um 0,2%.