Hlutabréf hækkuðu í byrjun dags í Evrópu. FTSEurofirst 300 vísistalan hækkaði strax um 1,2% við opnun markaða í morgun.

Evrópski Seðlabankinn tilkynnti í morgun að bankinn myndi fylgjast vel með gangi mála á fjármálamörkuðum og setja auka fjármagn í umferð ef þess þyrfti.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum, AEX vísitalan í Amsterdam og DAX vísitalan í Frankfurt hækkuðu allar um 1% í morgun. Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,7% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 1,9%.