Svo fór sem við var að búast að evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu umtalsvert í morgun enda hafði asíski markaðurinn lækkað mikið eins og fram kom á vb.is fyrr í morgun. Þegar upp var staðið hafði Nikkei-vísitalan lækkað um 1,8% og Hang Seng um 4,2%.

Enn sem fyrr er það óttinn við þróun mála í Evrópu og þá sér í lagi Grikklandi sem veldur taugatitringi. Það sem af er degi hefur FTSE-vísitalan lækkað um 2,4% og DAX um 3,4%. CAC-vísitalan franska hefur lækkað um 2,8%.