Mikil lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. Helstu vísitölurnar þrjár, FTSE, DAX og CAC lækkuðu um 1,75 - 2,5%. Hlutbréf lækkuðu einnig á Wall Street en mun minna, eða inna við 0,5%. Neyðarlánið til Íra virðist ekki hafa róað fjármálamarkaði. Þvert á móti virðast vandræðin vera að færast yfir til fleiri landa. Skuldatryggingarálag hækkaði til að mynda mikið í dag en augu sérfræðinga beinast sérstaklega að Portúgal og Spáni. Markaðsaðilar hafa lítið velt Italíu fyrir sér undanfarið en í dag hækkaði skuldatryggingarálagið verulega. Er það í takt við breytingar á álaginu á Grikkland, Írland, Portúgal og Spán. Álagið á fimm ára skuldabréf útgefin af ítalska ríkinu hækkaði um 7,5% í dag og er það nú 216. Til samanburðar hefur álagið verður stöðugt í 273 undafarna viku.