Evrópskir hlutabréfamarkaðir hafa takið nýja beygju eftir því sem liðið hefur á daginn og er nú svo komið að græni liturinn er áberandi á listum um vísitölur, aðeins sú franska (CAC40) er í rauðu nú um hádegisbilið.

FTSE100 er hefur hækkað um 0,6% það sem af er degi og DAX um 1,6%. Þá hefur EuroStoxx vísitalan hækkað um 1,3% og í Svíþjóð hefur OMXS30 hækkað um 0,7%.

Ef marka má framvirka samninga vestanhafs munu kauphallir þær opna á neikvæðu nótunum og óvíst er hver áhrif þess verða áf evróspa markaði.